UNESCO
UNESCO

yfirlitsskrá

Heimsminjanefnd Íslands vinnur að ýmsum verkefnum sem lúta að meginhlutverki nefndarinnar, þ.e. koma með tillögur um staði sem eiga heima á yfirlitsskránni og vinna að tilnefningu þeirra á heimsminjaskrá þegar ríkisstjórnin hefur samþykkt yfirlitsskrána.

Á undanförnum árum hefur áhersla verið lögð á raðtilnefningar staða sem ná yfir fleiri en eitt ríki, fjölgun náttúruminjastaða og að þjóðir þriðja heimsins fái fleiri staði á heimsminjalistann, auk þess sem áhersla er lögð á tilnefningar færri og stærri staða.