UNESCO
UNESCO

Frettir

Surtsey samþykkt á heimsminjalista UNESCO

8.7.2008

Heimsminjanefnd UNESCO samþykkti á fundi sínum 7. júlí í Québec í Kanada að setja Surtsey á heimsminjalistann á grundvelli vöktunar og rannsókna á þróun eyjunnar. Samþykktin felur í sér viðurkenningu til íslenskra stjórnvalda á friðun Surtseyjar 1965 og varðveislu náttúrulegs ástands hennar. Í mati á umsókn Íslands var sérstaklega tekið fram mikilvægi rannsókna og vöktunar á landnámi dýra og plantna ásamt þróun eyjunnar og framvindu lífríkis Surtseyjar fyrir heiminn. Surtsey er annar íslenski staðurinn sem tekinn er á heimsminjalistann og er hún skráð sem náttúruminjar, en Þingvellir eru fyrir á listanum á grundvelli menningarminja.

Nánar...

 

Samþykkt ríkisstjórnarinnar á nýrri yfirlitskrá yfir framtíðartilnefningar Íslands á heimsminjaskrá UNESCO og skipan nýrrar heimsminjanefndar Íslands

10.8.2007

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag tillögu menntamálaráðherra og umhverfisráðherra að nýrri yfirlitsskrá yfir fyrirhugaðar tilnefningar Íslands á heimsminjaskrá UNESCO. Eftirtaldir staðir eru nú á yfirlitsskrá Íslands:

Náttúru- og menningarminjar: Breiðafjörður

Náttúruminjar: Þingvallasvæðið; Vatnajökulsþjóðgarður; Mývatn; Atlantshafshryggurinn - (alþjóðleg raðtilnefning þar sem Ísland yrði hugsanlega í forsvari í samstarfi m.a. við England, Portúgal, Noreg, Spán og fleiri lönd).

Menningarminjar: Íslenskar torfbyggingar ásamt tengdu búsetulandslagi - (raðtilnefning); Víkingaminjar (alþjóðleg raðtilnefning þar sem Ísland verður í forsvari í samstarfi við m.a. Danmörku, Svíþjóð, Þýskaland (Slésvík-Holstein), Kanada og fleiri lönd).

Nánar...

 

Menntamálaráðherra og umhverfisráðherra undirrita umsókn um að Surtsey verði samþykkt á heimsminjaskrá

30.1.2006

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra undirrituðu í dag umsókn til UNESCO um að Surtsey verði samþykkt inn á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem náttúruminjar. Til þess að komast inn á skrána þurfa viðkomandi náttúru- og menningarminjar að vera einstakar á heimsmælikvarða. Íslensk stjórnvöld telja forsendur fyrir tilnefningu Surtseyjar vera tvíþættar. Annars vegar er eyjan einstakt dæmi um þróunarsögu jarðar, þýðingarmikil ferli í landmótun, bergmyndun og jarðeðlisfræði. Hins vegar er hún einstök vegna þess að þar hafa skapast og verið nýtt tækifæri til þess að fylgjast með aðflutningi, landnámi og þróun tegunda lífvera á lífvana landi og hvernig vistkerfi á landi og í hafinu verða til, mótast og þróast.

Nánar...

 

Tilnefning Surtseyjar á heimsminjaskrá UNESCO

21.12.2005

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu mennta- og umhverfisráðherra um að láta hefja vinnu við tilnefningu Surtseyjar á heimsminjaskrá UNESCO og senda umsókn þess efnis til nefndar um arfleifð þjóðanna fyrir 1. febrúar 2006.

Nánar...

 

Þingvellir á heimsminjaskrá

2.7.2004

Á fundi heimsminjanefndar Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), sem haldinn er í Suzhou í Kína, var í dag, föstudag 2. júlí 2004, einróma samþykkt að taka Þingvelli á heimsminjaskrá.

Á heimsminjaskrá UNESCO eru þeir staðir í heiminum sem taldir eru hafa sérstakt gildi á heimsvísu í menningarlegu eða náttúrulegu tilliti. Um 760 staðir um allan heim eru nú á skránni.

Nánari upplýsingar um heimsminjaskrá UNESCO og þá staði sem nú voru teknir á heimsminjaskrá eru á vefslóðinni: http://whc.unesco.org/. Athygli er vakin á því að ekki er að vænta frétta af útnefningu Þingvalla á þeirri vefslóð fyrr en seint í dag eða á morgun.

Þingvallanefnd og undirbúningshópur um tilnefningu Þingvalla á heimsminjaskrá UNESCO sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu í morgun:

Nánar...