Unnið að því að koma Torfajökulsöskju á lista
Í Morgunblaðinu, 2. mars 2013, birtist lítil frétt um að Ísland stefni að því að koma Torfajökulsöskju á heimsminjaskrá UNESCO. Ragnheiður Þórarinsdóttir, sérfræðingur hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, svarar þar fyrirspurnum fréttamanns. Segir hún m.a. frá því að fræði- og vísindamenn hafi unnið að rökstuðningi fyrir því hvers vegna svæðið eigi að vera á heimsminjaskrá. Fljótlega verði sent formlega erindi til Parísar þar sem UNESCO tekur málið fyrir.
Sjá http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/03/02/torfajokulsaskja_a_lista/