19 staðir samþykktir á heimsminjaskrá
Á fundi heimsminjanefndar UNESCO sem haldinn var í Kambódíu 16. til 27. júní síðastliðinn voru 19 staðir samþykktir á heimsminjaskrána. Meirihlutinn, eða 14 staðir, flokkast sem menningarminjar. Sem dæmi má nefna staði eins og Bergpark Wilhelmshöhe í Þýskalandi, Hvalveiðistöðin Red Bay í Kanada og Coimbra háskólinn í Portúgal. Margir áhugaverðir staðir eru á þessum lista og ætti fólk endilega að kynna sér hann frekar. Nánari upplýsingar má finna á eftirfarandi vefslóð: http://whc.unesco.org/en/newproperties/