Íslenska ICOMOS-nefndin endurvakin
Íslenska ICOMOS-nefndin, sem er samtök íslenskra aðila að "International Council on Monuments and Sites (ICOMOS), hélt aukaaðalfund þann 4. desember 2014 og þar fór fram stjórnarkjör.
Í stjórn voru kjörin:
Guðný Gerður Gunnarsdóttir, formaður
Elín Ósk Hreiðarsdóttir, gjaldkeri
Snorri Freyr Hilmarsson, ritari.
Íslenska ICOMOS nefndin starfar í anda markmiða alþjóðasamtakanna, að verndun og viðhaldi menningarsögulegra minja og umhverfis þeirra og er reiðubúin til að taka þátt í verkefnum sem unnið er að til verndar íslenskum menningarminjum og menningararfi.
Síðast uppfært (Föstudagur, 11. mars 2016 09:25)