• Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
 • Heimsminjar.is
UNESCO
UNESCO

Heimsminjasamningur

Samningurinn um verndun menningar- og náttúruminja heimsins (á ensku: Convention for the Protection of the World Cultural and Natural Heritage) er alþjóðlegt samkomulag sem gert var á þingi UNESCO árið 1972. Það grundvallast á þeirri forsendu að ákveðnir staðir á jörðinni hafi sérstakt alþjóðlegt gildi og eigi sem slíkir að tilheyra sameiginlegri arfleifð mannkynsins. Þjóðirnar eða aðildarríkin sem standa að samningnum hafa sameinast um það verkefni að bera kennsl á og varðveita merkilegustu náttúru- og menningarminjar í heiminum. Aðildarríkin sem standa að samningnum virða að fullu fullveldi þjóða og forðast að skerða eignarrétt manna sem kveðið er á um í löggjöf viðkomandi þjóðar, en líta svo á að alþjóðasamfélaginu í heild beri skylda til að vernda heimsminjar. Í mars 2012 höfðu 189 af 193 ríkjum Sameinuðu þjóðanna staðfest heimsminjasamninginn.

 

Íslendingar gerðust aðilar að samningnum í desember árið 1995. Samningurinn er einstakur að því leyti að í honum eru náttúruvernd og friðun menningarminja tengd saman. Menningarleg sjálfsmynd er nátengd náttúrunni sem hún þróast í. Alveg eins og áhrifa frá náttúrulegu umhverfi gætir oft í skapandi verkum mannkynsins bera sumir stórfenglegustu staðirnir í náttúrunni ummerki mannlegra athafna í árþúsundir. Þekktir staðir á heimsminjaskránni eru t.d. pýramídarnir í Egyptalandi, Stonehenge í Englandi, Kínamúrinn, Taj Mahal á Indlandi, Grand Canyon í Bandaríkjunum og stafkirkjan í Urnes í Noregi.

Til þess að fá samþykki á heimsminjaskrá þarf viðkomandi staður að vera einstakur í heiminum. Afmörkun hans þarf að vera skýr af hálfu viðkomandi ríkisstjórnar og full sátt þarf að ríkja um verndun, umsjón og rekstrarfyrirkomulag. Staðir á heimsminjaskrá draga gjarnan að aukinn fjölda ferðamanna þannig að mikilvægi þeirra eykst í þjóðhagslegu tilliti. Heimsminjaskráin er talin vera afar öflugt tæki til minja- og náttúruverndar ekki síður en til uppbyggingar vandaðrar ferðaþjónustu í hverju landi.

Hér má nálgast samninginn.